Doberman-hundurinn Kai hefur verið hylltur sem hetja eftir að hafa bjargað lífi afa eiganda síns með ótrúlegum hætti. Hann opnaði dyr, fór út og gelti þar til nágrannar kölluðu til lögreglu. Lögreglan fann afann svo meðvitundarlausan í hægindastól, en hann reyndist í lífshættu vegna sýklasóttar. Þökk sé Kai fékk hann aðhlynningu í tæka tíð.
Atvikið náðist á Ring-myndavél og hefur myndbandið vakið mikla lukku á netinu. Þar má sjá hvernig Kai bregst við með ótrúlegu snarræði.
Sjáðu myndbandið á K100.is.