Einar Örn Thorlacius
Mikil umræða hefur verið um vöruhús sem risið er við Álfabakka í Reykjavík og þykir ekki til prýði. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, hefur sagt að það „sleppi“ Reykjanesbrautarmegin og kann það að vera rétt. En allir sjá að hin hliðin er öllu verri, sérstaklega með tilliti til nágranna.
Í viðtölum hefur Ólöf kvartað yfir því að ekkert sé minnst á fagurfræði í byggingarreglugerð. Það er alveg rétt hjá henni. En hún hefur ekki minnst á ákvæði í 5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, en sá kafli fjallar sérstaklega um deiliskipulag.
Í upphafi þess kafla (grein 5.1.1) er fjallað um markmið deiliskipulags. Þar segir að markmið með gerð deiliskipulags sé að við skipulag svæða og hönnun mannvirkja sé tekið mið
...