Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump sór í gær embættiseið sinn sem 47. forseti Bandaríkjanna. Fór athöfnin fram innandyra í þinghúsi Bandaríkjanna, þar sem veður þótti of kalt til þess að hún gæti farið fram utandyra líkt og venja er. Gerðist það síðast árið 1985, þegar Ronald Reagan sór embættiseið sinn í annað sinn, en þá þótti einnig of kalt í veðri.
Um 800 gestir voru viðstaddir sjálfa athöfnina og innsetningarræðu Trumps. Voru þar á meðal helstu forystumenn úr báðum flokkum, auk þess sem nokkrir erlendir þjóðarleiðtogar á borð við forsætisráðherra Ítalíu, Giorgiu Meloni, og Javier Milei Argentínuforseta. Þá voru ýmsir boðsgestir Trumps, þ. á m. fjölmiðlaeigandinn Rupert Murdoch og auðkýfingarnir Elon Musk, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos.
...