Árni Árnason kynnir rannsóknarniðurstöður sínar í fyrirlestra­röðinni „Frið­lýsum Laugar­nes“ sem fram fer í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Árni er höf­und­ur bókar­innar Ing­ólf­ur Arnar­son: Arf­leifð hans og Ís­lands­sag­an í nýju ljósi. „Þar tekur hann til rann­sókn­ar til­gátu afa síns, sem hann var lát­inn heita eftir, um það að Ing­ólf­ur hafi átt höfuð­ból sitt í Laugar­nesi og því hafi til­heyrt eyj­arn­ar Eng­ey og Við­ey ásamt jörð­un­um Kleppi, Vatns­enda og Elliða­vatni. Í fyrir­lestri sínum mun Árni fara yfir marg­vís­leg­an fróð­leik og heim­ild­ir sem styðja þessa full­yrð­ingu,“ segir í viðburðarkynningu. Aðgangur er ókeypis.