Hlaupi úr Grímsvötnum er lokið. Stóð jökulhlaupið yfir í tíu daga og náði hámarki 15. janúar sl. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að órói sem mældist á jarðskjálfamælinum á Grímsfjalli og vatnshæðin í Gígjukvísl hafi náð aftur svipuðum gildum og fyrir hlaup
Grímsvötn Í forgrunni sjást Grímsvötn og hamrar Grímsfjalls.
Grímsvötn Í forgrunni sjást Grímsvötn og hamrar Grímsfjalls. — Morgunblaðið/RAX

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Hlaupi úr Grímsvötnum er lokið. Stóð jökulhlaupið yfir í tíu daga og náði hámarki 15. janúar sl. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að órói sem mældist á jarðskjálfamælinum á Grímsfjalli og vatnshæðin í Gígjukvísl hafi náð aftur svipuðum gildum og fyrir hlaup.

Skjálftavirkni í Grímsvötnum jókst ekki meðan á hlaupinu stóð, en nokkrir skjálftar undir 2 að stærð mældust í síðustu viku.

Fluglitakóði aftur grænn

Þá segir enn fremur að þrýstiléttir vegna jökulhlaupsins hafi ekki haft í för með sér aukna virkni í Grímsvötnum meðan á hlaupinu stóð.

Fluglitakóði fyrir Grímsvötn hefur því verið lækkaður í grænan eftir að

...