Það er vissara að segja það strax í byrjun að Ferrari Purosangue er framúr­skarandi bifreið á alla vegu; dýrðlegt tækniundur og draumabíll. Ég hef meira að segja hlerað að eitt eintak sé væntanlegt til landsins og verður það langflottasta ökutæki sem hefur nokkru sinni borið íslenskar númeraplötur
— Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það er vissara að segja það strax í byrjun að Ferrari Purosangue er framúr­skarandi bifreið á alla vegu; dýrðlegt tækniundur og draumabíll. Ég hef meira að segja hlerað að eitt eintak sé væntanlegt til landsins og verður það langflottasta ökutæki sem hefur nokkru sinni borið íslenskar númeraplötur. Purosangue mun seljast eins og heitar lummur, Ferrari mun stórgræða á þessari bifreið, og eigendurnir verða allir himinlifandi.

En þegar ég fékk Purosangue að láni suður á Ítalíu, á ísköldum degi í desember, rifjaðist upp fyrir mér stefnumót sem ég átti með laglegum ungum manni fyrir liðlega tveimur áratugum. Hann var af afskaplega góðum ættum, með gráðu frá einum af virtustu háskólum heims og á allan hátt á réttri braut í lífinu. Stefnumótið var eitt það skemmtilegasta sem ég hef átt; við þræddum nokkur veitingahús og bari, áttum djúpar og áhugaverðar samræður, og meira

...