KR vann ótrúlegan yfirburðasigur á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöld á Meistaravöllum, 116:67, og Keflavík og Valur tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum keppninnar.
KR hreinlega valtaði yfir Njarðvík í fyrsta leikhluta. Staðan var 37:18 að honum loknum, hreint ótrúlegar tölur, og staðan var 59:36 í hálfleik. Í fjórða leikhluta kom svo annar eins kafli hjá KR-ingum sem unnu hann 35:14 og leikinn því með 49 stiga mun.
Vlatko Granic skoraði 29 stig fyrir KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 19 og Þorvaldur Orri Árnason 18. Mario Matosevic skoraði 17 stig fyrir Njarðvík og Veigar Páll Alexandersson 15.
Keflvíkingar sigruðu Hauka á heimavelli sínum í Reykjanesbæ, 96:88, eftir að Haukar voru yfir
...