Belgía Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu á EM í Sviss í sumar.
Belgía Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu á EM í Sviss í sumar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Elísabet Gunnarsdóttir var í gær ráðin þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu til ársins 2027.

Hún tekur við af Ives Serneels sem var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að hafa þjálfað liðið undanfarin fjórtán ár.

Landslið Belgíu og Íslands eru á mjög svipuðum stað í Evrópu- og heimsfótboltanum. Ísland er í 14. sæti en Belgía í 19. á heimslista FIFA, bæði liðin voru í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í sumar, og þjóðirnar gerðu jafntefli, 1:1, á síðasta Evrópumóti á Englandi sumarið 2022.

Þá gætu Belgía og Ísland mæst á EM í sumar, komist bæði lið áfram úr sínum riðlum.

Elísabet þjálfaði Kristianstad

...