Litlu munaði að Elísabet Gunnarsdóttir yrði ráðin þjálfari Englandsmeistara kvenna í knattspyrnu, Chelsea, síðasta vor. Þetta staðfesti hún við Morgunblaðið en kveðst jafnframt vera afar ánægð með sitt nýja starf. Hún var í gær ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu til næstu þriggja ára og gæti þar með orðið mótherji íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss í sumar. » 26