Sölvi Geir Ottesen var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu til næstu þriggja ára, eða til ársloka 2027. Hans bíður strax eitthvert mest krefjandi verkefni þjálfara íslensks félagsliðs en Víkingur mætir gríska stórliðinu…
Sölvi Geir Ottesen var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu til næstu þriggja ára, eða til ársloka 2027.
Hans bíður strax eitthvert mest krefjandi verkefni þjálfara íslensks félagsliðs en Víkingur mætir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspilinu fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar sem fram eiga að fara 13. og 20. febrúar.
Fram að því stýrir Sölvi liði Víkings í þremur mótsleikjum, gegn Fjölni og Leikni í Reykjavíkurmótinu í kvöld og á laugardaginn, og gegn HK í fyrsta leik deildabikarsins 6. febrúar.
Sölvi, sem er fertugur og uppalinn Víkingur, hefur verið aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar með Víkingsliðið frá því hann lagði skóna á hilluna í lok tímabilsins 2021, þar sem hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari
...