Mikael Egill Ellertsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við ítalska A-deildarliðið Venezia til hálfs fjórða árs, eða til sumarsins 2028. Hann hefur leikið með liðinu frá 2023 og á að baki með því 54 leiki í B-deildinni og …
Ítalía Mikael Egill Ellertsson hefur verið á Ítalíu frá árinu 2018.
Ítalía Mikael Egill Ellertsson hefur verið á Ítalíu frá árinu 2018. — Morgunblaðið/Eyþór

Mikael Egill Ellertsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við ítalska A-deildarliðið Venezia til hálfs fjórða árs, eða til sumarsins 2028. Hann hefur leikið með liðinu frá 2023 og á að baki með því 54 leiki í B-deildinni og síðan 20 leiki í A-deildinni á yfirstandandi tímabili. Mikael, sem er 22 ára gamall, er fjórði leikjahæsti Íslendingurinn í A-deildinni á Ítalíu frá upphafi með 31 leik fyrir Venezia og Spezia.