Ríkisstjórnin á að höggva á þann hnút sem Hvammsvirkjun er komin í eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar úr gildi. Setja á bráðabirgðalög til að eyða óvissunni. Þetta segir Jón Gunnarsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Hann telur þingflokk Sjálfstæðisflokksins styðja það heilshugar.

Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir að framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina sé í fullu gildi og ekkert því til fyrirstöðu að halda verkinu áfram. Langt sé í að farið verði að eiga við Þjórsá. „Ég segi fulla ferð áfram,“ segir Haraldur Þór.

Landsvirkjun telur dóm héraðsdóms rangan í meginatriðum og óskar heimildar til að áfrýja dómnum beint til Hæstaréttar. Segir fyrirtækið að því fari fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar

...