Þröstur Ólafsson
Verðbólga og vextir hafa verið þungamiðja íslenskra þjóðmála um áratuga skeið. Sífellt er reynt eitthvað hagrænt, en vandinn hefur endurnýjað sig af sjálfsdáðum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa veigrað sér við að leita orsakarinnar en beint sjónum að kæfandi reykmekkinum. Reynslan ætti þó að hafa kennt okkur að við ættum að vita betur. Lífskjarasamningar; þjóðarsátt; aðhald í ríkisrekstri; hátt vaxtastig; hefur með tímatöf skilað okkur til baka á upphafsreit með stöðuga verðbólgu, himinhátt verðlag, stöðugt háa vexti og illa samkeppnishæfa atvinnuvegi nema útgerðina.
Kerfislægur vandi
Þessu veldur kerfislægur vandi, ekki hagrænn. Við hin eldri munum ástandið fyrir inngönguna í EFTA, en þó einkum fyrir EES-„landráðasamninginn“ og vanburða tilraunir til handstýrðrar örvunar efnahagslífsins.
...