Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Val til tveggja ára. Berglind er 29 ára miðjumaður og hefur samtals leikið 199 deildaleiki á ferlinum fyrir Val, Aftureldingu, Fylki, Örebro í Svíþjóð og…
Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Val til tveggja ára. Berglind er 29 ára miðjumaður og hefur samtals leikið 199 deildaleiki á ferlinum fyrir Val, Aftureldingu, Fylki, Örebro í Svíþjóð og Huelva á Spáni og þá á hún að baki 15 A-landsleiki.
Knattspyrnukonan Klara Mist Karlsdóttir er komin til Þróttar frá Fylki og hefur samið við félagið til þriggja ára. Klara er 21 árs og hefur leikið 24 leiki í efstu deild með Fylki og Stjörnunni.
Manchester City gekk í gær frá kaupum á Abdukodir Khusanov, tvítugum varnarmanni frá Úsbekistan, frá franska félaginu Lens, fyrir 33,6 milljónir punda.
Portúgalinn Diogo
...