Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann sinn og hefur hann þegar hafið störf. Þá hefur Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmanna. Báðir ráðherrar höfðu áður ráðið annan aðstoðarmann.
Óli Örn er viðskiptafræðingur með M.Sc.-gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Undanfarin ár hefur hann leitt atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar þar sem hann hefur innleitt nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu, segir í tilkynningunni. Áður starfaði Óli Örn meðal annars hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og SÍF Group.
Halla lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaranámi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Amsterdam árið 2004. Þá lauk hún einnig MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík
...