Ísland, Bandaríkin, Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa ákveðið að hrinda í framkvæmd fjórum tillögum til að auka öryggi neðansjávarinnviða. Kemur þetta fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.
Í sameiginlegri niðurstöðu ríkjanna eru eftirfarandi atriði dregin fram:
Aukin upplýsingamiðlun í rauntíma milli ríkisstjórna og hagsmunaaðila um ástand og atvik neðansjávar, meðal annars hvað varðar tilkynningar og ábendingar um truflanir á rekstri neðansjávarinnviða.
Aukið samstarf opinberra aðila og einkageirans til að efla viðhaldsgetu viðgerðarflotans, tryggja öryggi aðfangakeðjunnar sem og nauðsynlegar fjárfestingar og fjármögnun þeirra.
Að hvetja rekstraraðila, eins og framast er unnt, til að koma á
...