Ríkisstjórnin grefur undan trúverðugleika Íslands

Ný ríkisstjórn Íslands ætlar í síðasta lagi árið 2027 að halda þjóðaratkvæðagreiðslu „um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu“. Með þessu orðalagi undirstrikar ríkisstjórnin þann skilning sinn að Ísland sé í hópi umsóknarríkja um aðild að sambandinu, sem er mjög sérstakt, en skýrist vitaskuld af því að þannig er ætlunin að stytta leiðina að aðild.

Árið 2015 ákvað þáverandi ríkisstjórn að láta endanlega af aðlögunarviðræðunum sem fyrri ríkisstjórn, vinstristjórnin sem sótt hafði um en rekið sig á vegg, hafði hætt. Þetta var gert á að minnsta kosti tvo máta.

Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra afhenti bréf í mars 2015 og lýsti þar afstöðu ríkisstjórnarinnar og óskaði þess að ESB lagaði sig að því. Sá sem þá var í formennsku í ráðherraráði ESB sagði sambandið virða þessa niðurstöðu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra hitti svo Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald

...