Pálmi Gunnarsson er ögn veikur fyrir bandarískum köggum og skrifast það á uppvaxtarárin á Vopnafirði en frændi hans þar átti vígalega bandaríska glæsibifreið sem Páll hreifst af sem strákur og fékk að sitja í
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Pálmi Gunnarsson er ögn veikur fyrir bandarískum köggum og skrifast það á uppvaxtarárin á Vopnafirði en frændi hans þar átti vígalega bandaríska glæsibifreið sem Páll hreifst af sem strákur og fékk að sitja í. „Ekki bara hreifst ég af bílnum, heldur var hann með plötuspilara og þar fékk ég að hlusta á Fats Domino og fleiri poppstjörnur þeirra tíma,“ segir hann.
Árið 2000 eignaðist Pálmi Mitsubishi Pajero Sport. Pálmi segir jeppann hafa verið tveggja eða þriggja mánaða þegar hann fékk lyklana í hendurnar og síðan þá – í næstum 25 ár – hefur Pajeroinn verið afskaplega áreiðanlegur:
„Stelpurnar mínar lærðu að keyra á þessum bíl og ég hef farið milljón veiðiferðir á honum og hef lent í miklum ævintýrum,“ segir Pálmi
...