Ísland vann glæsilegan sigur á Slóveníu, 23:18, í úrslitaleik G-riðils á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og tekur með sér fjögur stig í milliriðil þar sem andstæðingarnir verða Króatía, Egyptaland og Argentína
Stemning Íslensku leikmennirnir fagna glæsilegum sigri á Slóvenum í Arena Zagreb í gærkvöld.
Stemning Íslensku leikmennirnir fagna glæsilegum sigri á Slóvenum í Arena Zagreb í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Ísland vann glæsilegan sigur á Slóveníu, 23:18, í úrslitaleik G-riðils á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og tekur með sér fjögur stig í milliriðil þar sem andstæðingarnir verða Króatía, Egyptaland og Argentína.

Þetta er í annað sinn og í fyrsta skipti í fjórtán ár sem Ísland vinnur sinn riðil í lokakeppni heimsmeistaramóts en það gerðist áður á HM í Svíþjóð árið 2011.

Ísland hefur jafnframt einu sinni unnið sinn riðil á Ólympíuleikum, í London árið 2012, og einu sinni á Evrópumóti, í Ungverjalandi 2022.

Ótrúlegur kafli íslenska liðsins í fyrri hálfleik

...