Gunnar Guðmundsson hafði lengi leitað sér að verklegu fjallahjólhýsi og rann að lokum upp fyrir honum að gat væri á íslenska markaðinum: „Leitin hafði staðið yfir í mörg ár og er ég búinn að eiga alla flóruna: tjaldvagn, fellihýsi og hjólhýsi, …
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gunnar Guðmundsson hafði lengi leitað sér að verklegu fjallahjólhýsi og rann að lokum upp fyrir honum að gat væri á íslenska markaðinum: „Leitin hafði staðið yfir í mörg ár og er ég búinn að eiga alla flóruna: tjaldvagn, fellihýsi og hjólhýsi, en alltaf langað til að geta farið lengra á ferðalögum mínum um landið,“ segir hann. „Svo fór ég að leita á netinu og fann Crawler-hjólhýsin og heimsótti útibú þeirra í Þýskalandi. Leist mér svo vel á Crawler að ég lét á það reyna að fá umboðið og gekk það eftir svo að 2021 stofnaði ég fyrirtækið Tarandus ehf. í félagi við þrjá vini mína.“
Hálendislúxus
Eins og sést á myndunum sem fylgja greininni eru Crawler-hjólhýsin af verklegu sortinni en þau eru smíðuð í Tyrklandi og hvert einasta
...