Þessar breytingar komu hins vegar til í ljósi þess að ótækt þótti að okkar VSK-kerfi væri orðið svo frábrugðið sameiginlegum reglum ESB sem var farið að hafa mjög neikvæð áhrif.

Skattamál

Páll Jóhannesson

Lögmaður hjá BBA/Fjeldco

Töluverð þróun hefur verið í skattamálum í heiminum síðastliðin ár sem við reynum að fylgja hér á landi. Í sumum tilvikum eiga breytingar helst við um mjög stór alþjóðleg fyrirtæki og áhrifin eru minni hér á landi en svo er ekki í öllum tilvikum hins vegar. Samkomulag um alþjóðlegt regluverk á þessu sviði hefur helst verið á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Stefna Evrópusambandsins á sviði skattamála hefur einnig töluverð áhrif hér á landi þrátt fyrir að Ísland sé ekki beinn þátttakandi í því samstarfi, enda tekur EES-samningurinn ekki til skatta og ber því ekki að taka upp tilskipanir sem sambandið samþykkir sem snúa að

...