Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í kvöld. Bæði lið eru með fjögur stig eða fullt hús stiga eftir riðlakeppnina en Ísland vann alla þrjá leiki…
Léttleiki Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson slær á létta strengi með liðsfélögum sínum á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Zagreb í gær.
Léttleiki Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson slær á létta strengi með liðsfélögum sínum á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Zagreb í gær. — Morgunbaðið/Eyþór

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í kvöld. Bæði lið eru með fjögur stig eða fullt hús stiga eftir riðlakeppnina en Ísland vann alla þrjá leiki sína gegn Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í G-riðli keppninnar. Á sama tíma vann Egyptaland sannfærandi sigra gegn Króatíu, Barein og Argentínu í H-riðlinum. Því er um sannkallaðan toppslag að ræða í kvöld.

Ísland mætir svo heimamönnum í Króatíu, þar sem Dagur Sigurðsson er þjálfari, föstudaginn 24. janúar og loks Argentínu hinn 26. janúar, en tvö efstu lið milliriðilsins tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar sem verða einnig leikin í Zagreb. Takist Íslandi að komast áfram í átta liða úrslitin mætir liðið andstæðingi úr milliriðli tvö þar sem Frakkland, Ungverjaland, Holland, Austurríki, Norður-Makedónía og Katar leika. »23