Kannski þykir meiri kraftur fylgja sögninni að hafna en að neita, svo mörgu er nú orðið hafnað þótt einföld neitun dygði: „Ég hafna því að ég sé asni.“ Vissulega merkir hún m.a
Kannski þykir meiri kraftur fylgja sögninni að hafna en að neita, svo mörgu er nú orðið hafnað þótt einföld neitun dygði: „Ég hafna því að ég sé asni.“ Vissulega merkir hún m.a. að neita en hefur þó langmest verið höfð um að afþakka, afneita, vilja ekki, vísa frá, gera afturreka o.s.frv. „Ég mundi hafna fálkaorðunni.“