Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar sl., 51 árs að aldri.
Hrafnhildur fæddist í Reykjavík 18. apríl 1973. Foreldrar hennar eru Auður Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, f. 1948, og Ólafur E. Thoroddsen hæstaréttarlögmaður, f. 1945, d. 2023, þau skildu.
Hrafnhildur lauk hefðbundinni skólagöngu frá Grunnskólanum á Seltjarnarnesi og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002. Hún lenti í alvarlegu bílslysi árið 1989 og lamaðist fyrir neðan mitti. Árin 1995 og 1996 kom hingað til lands kínverskur skurðlæknir, Zhang Shaocheng, og gerði tilraunaaðgerðir á Hrafnhildi ásamt Halldóri Jónssyni bæklunarlækni, þáverandi yfirlækni bæklunardeildar Landspítalans, sem fólust í því að tengja millirifjataugar fram hjá mænuskaðanum og tengja þær ásamt taugabút úr fæti við mænutaglið.
...