Esther Marjolein Fokke var stigahæst hjá Þór frá Akureyri þegar liðið hafði betur gegn toppliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri í gær. Leiknum lauk með sex stiga sigri Þórsara, 86:80, en Fokke skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu
Körfuboltinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Esther Marjolein Fokke var stigahæst hjá Þór frá Akureyri þegar liðið hafði betur gegn toppliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri í gær.
Leiknum lauk með sex stiga sigri Þórsara, 86:80, en Fokke skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þetta var annar sigur Þórsara gegn Haukum á fjórum dögum en Þórsarar höfðu einnig betur, 94:87, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á Akureyri á laugardaginn.
Þórsarar eru með 22 stig í öðru sæti deildarinnar og hafa unnið níu deildarleiki í röð en liðið tapaði síðast fyrir Haukum, á Ásvöllum þann 16. nóvember. Haukar eru á toppnum með 24 stig en liðið hafði unnið fimm leiki í röð fyrir
...