Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingar vöruskemmunnar við Álfabakka 2 þar sem þess er krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingar vöruskemmunnar við Álfabakka 2 þar sem þess er krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi.

Erlendur Gíslason, lögmaður hjá LOGOS, sem gætir hagsmuna Búseta í málinu, segir framkvæmdina brjóta í bága við lög og reglur sem um slíka framkvæmd gildi og hann gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og afgreiðslu þeirra leyfa sem gefin voru út vegna byggingarinnar.

„Í byggingarleyfinu kemur fram að öll framkvæmd skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum. Þetta virðist ekki uppfyllt því byggingarleyfið var gefið út ári áður en séruppdrættirnir voru lagðir fram, um það leyti sem húsið

...