Gos Brátt gæti dregið til tíðinda á Reykjanesskaga.
Gos Brátt gæti dregið til tíðinda á Reykjanesskaga.

Landris heldur áfram á Sundhnúkagígaröðinni en hraðinn hefur minnkað örlítið. Samkvæmt líkanreikningum má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á gígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar að sögn Veðurstofu Íslands.

Fram kemur í nýju yfirliti Veðurstofunnar að gps-mælingar sýni að hraði landriss hafi minnkað örlítið á síðustu vikum en varasamt geti verið að túlka einstaka gps-punkta.