Regína Ósk, söngkona og útvarpskona á K100, naut sín ásamt eiginmanni sínum, Svenna Þór, á Tenerife fyrr í janúar og lýsti ferðinni sem bæði nærandi og skemmtilegri. Hún sagði frá margrómaðri afmælisveislu Ásgeirs Kolbeinssonar, þar sem fjölmörg þekkt andlit voru saman komin. Það var þó lítið partístand á hjónunum sem fóru um kvöldmatarleytið, eftir að hafa skemmt sér frá hádegi. „Þetta var yndislegt frí sem mér fannst ég eiga skilið,“ sagði Regína sem hreyfði sig daglega, naut blíðunnar og slakaði vel á í sólinni.
Nánar á k100.is.