— Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Nú stefnir í að við getum opnað fyrir umferð yfir þessi nýju undirgöng, við gerum ráð fyrir að því ljúki fyrir mánaðamótin og þá færist umferð í fyrra horf á Breiðholtsbraut,“ segir Höskuldur Tryggvason, umsjónarmaður Vegagerðarinnar við Arnarnesveg.

Hann segir þetta mikilvægan áfanga í framkvæmdinni þegar hægt verður að opna fyrir umferð á Breiðholtsbraut sem farið hefur um hjáleið um langt skeið. Gömlu undirgöngin voru aflögð og ný lengri undirgöng færð til austurs frá því sem var.

Á myndinni sést hvar unnið er að breytingu á hitavatnslögn á móts við Rjúpnaveg og Arnarnesveg þar sem verður hringtorg.oskar@mbl.is