Ofbeldi hefur aukist í seinni tíð og afbrotum fjölgað. Taka þarf á allt of almennum hnífaburði. Það mætti gera á þann hátt að þeir sem staðnir væru að hnífaburði væru sektaðir. Lögreglan hefur lengi verið undirmönnuð. Það gerir henni erfiðara fyrir að sinna störfum sínum. Skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að skjóta rótum. Þjóðfélagið hefur breyst þannig nú í seinni tíð að minni virðing er borin fyrir lögum og rétti en á fyrri tíð. Lögreglustarfið getur verið erfitt og reynt á þau sem gegna því.
Af öllu þessu er ljóst að nauðsynlegt er að fjölga lögreglumönnum. Hlutfallslega eru lögreglumenn færri á hvern íbúa en víða í Evrópu. Hæstvirtum dómsmálaráðherra skal hrósað fyrir ákvörðun hennar að beita sér fyrir því að lögreglumönnum sé fjölgað.
Sigurður Guðjón Haraldsson