Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland.
Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Mikilvægt er að það eigi sér stað skoðanaskipti á íslenska hlutabréfamarkaðinum til að verðmyndunin verði betri. Það að skortsala sé heimil er liður í því. Þetta segir Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland, í viðskiptahluta Dagmála sem sýnd eru á mbl.is í dag.

„Vandamálið við skortsölu er að hún hefur slæmt orð á sér. En skortsala er í rauninni ekkert annað en hin hliðin á peningnum,“ segir Finnbogi.

Hann bætir við að skortsölureglugerð Evrópu sé við lýði á Íslandi og hún kveði á um upplýsingaskyldu.

„Ástæðan fyrir því af hverju skortsala er erfið hér er að lífeyrissjóðirnir halda yfir 60% af markaðinum og mega ekki lána bréf. Á mörkuðunum í kringum okkur þar sem þetta vandamál er ekki til staðar er verðmyndunin betri,“ segir

...