Valur og Haukar drógust bæði gegn tékkneskum liðum í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik. Valur mætir Slavia Prag frá Tékklandi og Haukar mæta Hazena Kynzvart frá Tékklandi. Valur byrjar á heimavelli en Haukar byrja á útivelli. Fyrri leikirnir fara fram 15. eða 16. febrúar og síðari leikirnir viku síðar, 22. eða 23. febrúar. Einnig var dregið í undanúrslitin og fari svo að bæði Valur og Haukar vinni sín einvígi sleppa þau hvort við annað.