Bragi Kristjónsson
Á jóladag 1959 hélt kunnur borgari í Reykjavík upp á fimmtugsafmæli sitt á fallegu heimili sínu að Smáragötu 11. Meðal boðsgesta var ég. Þá 21 árs. Helztu góðborgarar landsins voru í þessari veizlu, þar á meðal Ólafur Thors forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein og eiginkonur þeirra. Í boðinu á heimili skipamiðlarans var einnig Sigurður Arnalds, ritstjóri tímaritsins Satt, og frú hans. Veitingar voru síldarréttir, hvítvín og bjór og snittur frá Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og fisk.
Ég færði afmælisbarninu ljósrit af handritinu „Sneglu-Halli“ sem var handskrifað blað úr 4ða bekk B 1913-19, en meðal nemanda þar voru Jón Helgason, síðar prófessor í Kaupmannahöfn í rúmlega hálfa öld, Jónas Sveinsson læknir í Reykjavík, Lárus Jóhannesson hrl. í Reykjavík, og Magnús Magnússon, sem lengi hélt
...