Einstök byrjun á ráðherraferli

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og nú ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur átt mjög óvenjulega innkomu í ríkisstjórn. Nú er það að vísu svo að ekki er alltaf fullkomið samræmi á milli þess sem menn eða flokkar segja fyrir kosningar og þess sem þeir sem í meirihluta veljast geta staðið við eftir kosningar. Flokkur fólksins og Eyjólfur fara þó eflaust nærri því að slá einhvers konar met í því ósamræmi sem er á milli orða fyrir og eftir kosningar.

Nýjasta dæmið sem vakin hefur verið athygli á eru viðhorf Eyjólfs til Fossvogsbrúar. Fyrir rúmum þremur mánuðum ræddi ráðherrann, þá óbreyttur þingmaður, þessa brú og benti á að verið væri að gera „einbreiða brú yfir Fossvoginn fyrir strætó“. Verðið á henni hefði fjórfaldast og hún myndi „ekki breyta neinu, hún mun ekki hafa mikil áhrif. Það er meira verið að spá í það hvernig stál eigi að vera í þessari

...