Ef af byggingu verslunarkjarna í miðbænum á Siglufirði verður, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu um breytingu á deiliskipulagi, mun það brjóta upp samræmda ásýnd miðbæjarins og draga úr sögulegu og menningarlegu vægi svæðisins, sem hefur verið vandlega viðhaldið og þróað síðustu árin. Svo segir í umsögn Selvíkur ehf. í skipulagsgátt um tillögu að nýju deiliskipulagi miðbæjarins, þar sem gert er ráð fyrir byggingu verslunarkjarna sem ætlað er að hýsa nýja verslun Samkaupa í bænum.

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er í forsvari fyrir Selvík. » 6