Erfiðlega hefur gengið í viðræðum Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins um endurnýjun stóriðjusamninganna á Grundartanga, sér í lagi kjarasamning Norðuráls. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir að krafa verkalýðsfélagsins sé…

Erfiðlega hefur gengið í viðræðum Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins um endurnýjun stóriðjusamninganna á Grundartanga, sér í lagi kjarasamning Norðuráls. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir að krafa verkalýðsfélagsins sé einföld; að gengið verði frá kjarasamningum við stóriðjufyrirtækin í anda þeirrar launastefnu sem samið hefur verið um á almenna vinnumarkaðinum.

„Það vekur undrun mína að standa í þessum sporum því ég hélt að það yrði lítið mál að ganga frá kjarasamningum við þessi stóru og öflugu fyrirtæki, sérstaklega í ljósi þess að búið var að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki vita hvar þetta endar en hann bíði eftir endanlegu svari, sérstaklega frá Norðuráli, „en ég á frekar von á að við náum að koma þessu upp á teinana hvað Elkem varðar“, segir hann.

...