Mathias Gidsel fór á kostum fyrir heimsmeistara Danmerkur þegar liðið vann stórsigur gegn Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, þegar liðin mættust í fyrstu umferð milliriðils eitt á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Herning í Danmörku í gær.
Leiknum lauk með tíu marka sigri danska liðsins, 40:30, en Gidsel gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 mörk í leiknum.
Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og var staðan 8:7, Danmörku í vil, eftir rúmlega tíu mínútna leik.
Þá hrökk danska liðið í gang og skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir. Danir leiddu með sex mörkum í hálfleik, 24:18, og Þjóðverjar voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil í seinni
...