Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta í Zagreb klukkan 19.30 í kvöld. Með sigri er íslenska liðið nánast öruggt með sæti í átta liða úrslitum og verður mikið undir en bæði lið unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðilinn
Í Zagreb
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta í Zagreb klukkan 19.30 í kvöld. Með sigri er íslenska liðið nánast öruggt með sæti í átta liða úrslitum og verður mikið undir en bæði lið unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðilinn.
Íslenska liðið kom sér í góða stöðu með sigrinum á Slóveníu, 23:18, á mánudagskvöldið.
Leggjum meira á okkur
„Maður er kominn niður á jörðina enda stutt í næsta leik,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línu- og varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, í samtali við Morgunblaðið.
„Undirbúningurinn er hafinn fyrir leikinn
...