30 ára Sveinn ólst upp í Garðabæ og útskrifaðist af íþróttafræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ árið 2015. Hann spilaði knattspyrnu upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Stjörnunnar á árunum 2000-2017 og varð Íslandsmeistari með félaginu árið 2014. Árið 2017 færði Sveinn sig um set og lék með Val til ársins 2023, þar sem hann varð Íslandsmeistari árin 2018 og 2020. Hann hefur einnig leikið fyrir yngri landslið Íslands.
Í lok árs 2023 stofnaði hann fyrirtækið GreenFish ásamt Pétri Má Bernhöft og Sigurði Bjartmari Magnússyni. Hugmyndin byggðist á lokaritverkefni Sveins í viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, Nýsköpun með gervigreind í sjávarútvegi. GreenFish nýtir gagnasöfn úr sjávarútvegi ásamt gervihnattarögnum, ofurtölvu og gervigreind til að spá áreiðanlega fyrir um staðsetningu afla allt að átta dögum áður en skip leggur úr höfn.
Félagið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og hlaut, meðal annars, íslensku sjávarútvegsverðlaunin í
...