Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, ristarbrotnaði í síðasta leik sínum með félagsliði sínu Blomberg-Lippe og verður af þeim sökum frá keppni næstu vikur. Díana Dögg skýrði frá því í samtali við Handbolta.is að hún hefði brotnað…
Meidd Díana Dögg Magnúsdóttir verður frá keppni næstu vikurnar.
Meidd Díana Dögg Magnúsdóttir verður frá keppni næstu vikurnar. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, ristarbrotnaði í síðasta leik sínum með félagsliði sínu Blomberg-Lippe og verður af þeim sökum frá keppni næstu vikur. Díana Dögg skýrði frá því í samtali við Handbolta.is að hún hefði brotnað undir lok fyrri hálfleiks í 34:32-sigri á Mosonmagyarovari í Evrópudeildinni í Ungverjalandi um helgina. Díana Dögg gaf alls 12 stoðsendingar og skoraði þrjú mörk í leiknum.