Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingar, segist ánægð með ráðningu Þórðar Snæs Júlíussonar sem framkvæmdastjóra þingflokksins, en kveðst ekki hafa komið að henni. „Stjórn þingflokks fer með ráðningar á starfsfólki sínu, þetta er þeirra ákvörðun
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingar, segist ánægð með ráðningu Þórðar Snæs Júlíussonar sem framkvæmdastjóra þingflokksins, en kveðst ekki hafa komið að henni.
„Stjórn þingflokks fer með ráðningar á starfsfólki sínu, þetta er þeirra ákvörðun. En ég get sagt fyrir mína parta að Þórður Snær baðst afsökunar á sínum umdeildu skrifum, hann ákvað að þiggja ekki sæti á þingi, hann er ekki að koma inn sem kjörinn fulltrúi, hann er að koma þarna inn sem launaður starfsmaður …“
Á kostnað almennings.
„Jú, en það hefur aldrei verið kosið í embætti framkvæmdastjóra þingflokks, það hefur alltaf verið ráðið í embættið. Hann býr yfir gríðarlegri
...