Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti varði fyrsta degi sínum í embætti við að undirrita urmul forsetatilskipana þar sem gefin var út stefna Trumps í ýmsum málaflokkum, á sama tíma og hann felldi úr gildi tæplega 80 forsetatilskipanir sem Biden fyrirrennari hans gaf út.
Forsetatilskipanir eru eitt form reglugerða í Bandaríkjunum, en þeir forsetar sem á eftir koma geta fellt þær úr gildi, auk þess sem hægt er að hnekkja þeim fyrir dómstólum stangist þær á við lög. Gert er ráð fyrir að látið verði reyna á gildi sumra af umdeildari tilskipunum Trumps fyrir dómstólum.
Trump lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó í fyrradag og fyrirskipaði Bandaríkjaher að „innsigla“ landamærin. Þá undirritaði hann
...