Það eru liðin rúm 15 ár frá hruninu 2008 en það er samt eins og við séum í sífellu að setja reglur til að hindra að hrunið 2008 muni eiga sér stað
Marinó Örn Tryggvason stofnandi ARMA segir mikilvægt að ríkið ráðist í sölu á Íslandsbanka og láti ekki óttann við að gera mistök koma í veg fyrir það.
Marinó Örn Tryggvason stofnandi ARMA segir mikilvægt að ríkið ráðist í sölu á Íslandsbanka og láti ekki óttann við að gera mistök koma í veg fyrir það. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ráðgjafarfyrirtækið ARMA Advisory var stofnað af þeim Marinó Erni Tryggvasyni og Atla Rafni Björnssyni á síðasta ári. Marinó Örn á að baki langan feril í fjármálageiranum og hefur komið að mörgum veigamiklum verkefnum á sviði eignastýringar og fyrirtækjaráðgjafar. Blaðamaður ViðskiptaMoggans hitti Marinó Örn á skrifstofu ARMA í Hlíðasmára og ræddi við hann um ferilinn, fjármálakerfið, markaði og fleira.

„Mér finnst fjármálakerfið á Íslandi vera svolítið skakkt,“ segir Marinó í samtali við ViðskiptaMoggann og útskýrir að hér á landi séum við með mjög stóra lífeyrissjóði miðað við stærð hagkerfisins.

„Lífeyrissjóðirnir eru of stórir fyrir hagkerfið eða hagkerfið of lítið fyrir lífeyriskerfið. Það er eðlilegt að setja lög um að sjóðirnir þurfi að fara varlega en lagabálkurinn í kringum fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða er

...