Viska er 3 ára í janúar og óhætt er að segja að mikið hafi gerst síðan þá. Daði segist stoltur af að hafa skilað jákvæðri ávöxtun til sjóðfélaga öll árin og nú sé Viska með yfir 70 sjóðfélaga.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Frá stofnun Visku hefur ein af okkar helstu áskorunum verið að rafmyntageirinn virðist afskaplega misskilinn og viðhorf fólks til hans oft á tíðum neikvætt. Okkar hlutverk í Visku er að halda uppi staðreyndum og kynna íslenskum fjárfestum þennan áhugaverða eignaflokk. Það er ótrúlega gaman að hitta fólk og kynna því nýjan heim en það er líka ansi tímafrekt.
Önnur áskorun er að hjá okkur er aldrei lokað. Rafmyntir ganga kaupum og sölum allan sólarhringinn alla daga ársins sem þýðir að það er í raun aldrei frí hjá
...