Að etja er m.a. að eiga í baráttu: „Ég á við vanda að etja, launin passa ekki útgjöldunum.“ Að etja kappi við e-n er að keppa: „Ég atti kappi við hundinn minn á hlaupabrautinni og tapaði.“ Þar var við ofurefli að etja:…

Að etja er m.a. að eiga í baráttu: „Ég á við vanda að etja, launin passa ekki útgjöldunum.“ Að etja kappi við e-n er að keppa: „Ég atti kappi við hundinn minn á hlaupabrautinni og tapaði.“ Þar var við ofurefli að etja: andstaðan var of sterk. Loks má etja mönnum saman eða hverjum gegn öðrum. Þá þýðir sögnin að æsa, espa.