Fyrirtaka verður í málinu 13. febrúar.
Fyrirtaka verður í málinu 13. febrúar.

Maður­inn sem er ákærður fyr­ir að hafa banað móður sinni í Breiðholti á síðasta ári hef­ur beðið um frest til að taka af­stöðu um sök í mál­inu. Aðalmeðferð máls­ins hefst 19. mars næstkomandi.

Þing­fest­ing fór fram fyrir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. Hinn ákærði var ekki viðstadd­ur, en verj­andi hans var viðstadd­ur í gegn­um fjar­skipta­búnað. Hinn ákærði mun ekki taka af­stöðu um sök fyrr en öll gögn máls­ins eru fyr­ir hendi, en beðið er eft­ir rétt­ar­krufn­ing­ar­skýrslu og geðmati.