Kjartan Magnússon
Álfabakkamálið er skýr vitnisburður um að stórbæta þurfi stjórnsýslu og vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg. Græna gímaldið stríðir gegn viðteknum sjónarmiðum um góða borgarhönnun og lögmæti skipulagsins er dregið í efa.
Fáir andmæla því að málið sé hrikalegt klúður. Risastór skemma er reist í nokkurra metra fjarlægð frá fjögurra hæða íbúðarhúsi og við íbúum blasir gríðarmikill veggur. Nýbyggingin er stór og frek í umhverfi sínu og stendur of nálægt aðliggjandi íbúabyggð. Byggingin er skilgetið afkvæmi ofurþéttingarstefnu vinstriflokkanna. Starfsemi hennar samræmist ekki íbúðarbyggðinni en ætti að vera á athafnasvæði.
Sjálfstæðisfélagið í Skóga- og Seljahverfi hélt fjölmennan íbúafund um málið í liðinni viku, þar sem ályktað var að skemman skyldi fjarlægð. Þar kom fram að fjölmörgum íbúum
...