Þrír karl­menn á þrítugs- og fer­tugs­aldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir stór­fellda kanna­bis­rækt­un í Mos­fells­bæ. Rækt­un­in var stöðvuð af lögreglu í júní árið 2021. Menn­irn­ir eru ákærðir fyr­ir stór­fellt…
Fíkniefni Mikið magn af kannabis fannst við húsleit í Mosfellsbæ.
Fíkniefni Mikið magn af kannabis fannst við húsleit í Mosfellsbæ. — Morgunblaðið/Júlíus

Þrír karl­menn á þrítugs- og fer­tugs­aldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir stór­fellda kanna­bis­rækt­un í Mos­fells­bæ. Rækt­un­in var stöðvuð af lögreglu í júní árið 2021.

Menn­irn­ir eru ákærðir fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot með því að hafa haft í vörsl­um sín­um tæp­lega 7,9 kg af marijú­ana og tæp­lega eitt kíló af kanna­bis­lauf­um, auk 47 kanna­bisplanta. Þá eru þeir sakaðir um að hafa um nokk­urt skeið fram að hand­töku staðið í rækt­un­inni, en sam­hliða hand­töku þeirra var tals­vert magn af rækt­un­ar­búnaði gert upp­tækt.

Meðal þess sem lög­regl­an lagði hald á og gerð er krafa um upp­töku á eru stór­ir led-lamp­ar, vatns­dæl­ur, minni gróður­lamp­ar, loft­sí­ur, raka­tæki, vift­ur, þurrk­grind­ur, loft­blás­ar­ar og ým­is­legt fleira.

Aðeins er kraf­ist upp­töku á 50 þúsund krón­um sem fund­ust við leit í bif­reið eins manns­ins. Aðalmeðferð máls­ins fer fram í næsta mánuði við Héraðsdóm Reykja­vík­ur.

...