Ekki er það á hverjum degi sem jafnmörg stórmenni koma við sögu. Hjörtur Laxdal rakari á Sauðárkróki átti sama afmælisdag og Stalín. Hjörtur hallaðist til vinstri og óskaði bandamönnum sigurs í seinna stríði
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ekki er það á hverjum degi
sem jafnmörg stórmenni koma við sögu. Hjörtur Laxdal rakari á Sauðárkróki átti sama afmælisdag og Stalín. Hjörtur hallaðist til vinstri og óskaði bandamönnum sigurs í seinna stríði. Þegar það loks hafðist í gegn orti góður kunningi hans, Ludvig Kemp vegavinnuverkstjóri í Skagafirði:
Sveiflað er fánum og sungið er lag
sefur nú enginn sem frjáls verður talinn:
blindfullir eru þeir báðir í dag
bartskeri Hjörtur og félagi Stalín.
Frá því segir að Hirti hafi
ekki líkað vísan, en ekki treyst sér til svars. Bað hann Stefán Vagnsson að endurgjalda vísuna. Spurði Stefán hvar Ludvig væri og