RÚV Vigdís ★★★★· Leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir. Handrit: Jana María Guðmundsdóttir, Björg Magnúsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir. Aðalleikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Elín Hall, Sigurður Ingvarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson. Ísland, 2025. 234 mín.
Mæðgur Nína Dögg Filippusdóttir og Thelma Rún Hjartardóttir í hlutverkum sínum sem Vigdís og Ástríður.
Mæðgur Nína Dögg Filippusdóttir og Thelma Rún Hjartardóttir í hlutverkum sínum sem Vigdís og Ástríður.

Sjónvarp

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Það eru þættir eins og Vigdís sem fá alla fjölskylduna til að sameinast fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldi og horfa á línulega dagskrá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópnum á bak við Vesturport tekst að sameina fjölskyldu og þjóð. Vigdís er önnur þáttaröðin sem Vesturport framleiðir en hópurinn gerði einnig Verbúðina árið 2021. Vigdís byggist, líkt og Verbúðin, á sönnum atburðum og er ævisöguleg þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, sem Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra saman. En það hefur líklega ekki þurft að auglýsa þættina neitt rosalega enda nóg að auglýsa það að viðfangsefnið sé engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir, sem fyrst kvenna í heiminum var kosin forseti í

...